17. mars 2023
Fimm nemendur VA keppa á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Á annað hundrað nemenda keppa í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöll um helgina. Þar keppa tveir nemendur VA, Alex Logi Georgsson keppir í húsasmíði og Eiður Logi Ingimarsson keppir í málmsuðu. Fyrrverandi nemandur VA, Irena Fönn Clemmensen og Inga Sóley Viðarsdóttir keppa í hársnyrtiiðn og Hlynur Karlsson í rafeindavirkjun.