10. mars 2023
VA mætir FSU í Gettu betur í kvöld
Í kvöld mætir Verkmenntaskóli Austurlands til undanúrslita í Gettu betur þar sem þau keppa við Fjölbrautaskóla Suðurlands um sæti í úrslitum. Keppnin verður sýnd á RÚV klukkan 20:00. Ingibjörg Þórðardóttir, þjálfari liðsins, vonar að þeir sem ekki komist í sjónvarpssal sitji spenntir heima fyrir framan sjónvarpið í kvöld.