27. mars 2023
„Svo heyrir maður allt í einu neyðaröskrin af neðri hæðinni“
„Það tók okkur stundarkorn að gera okkur grein fyrir hvað hafði gerst enda vorum við ekki alveg vöknuð en svo heyrðum við bara neyðaröskrin og lætin frá neðri hæðinni strax í kjölfarið,“ segir Sæþór Sigursteinsson, íbúi í öðru af þeim tveimur fjölbýlishúsum í Neskaupstað sem urðu fyrir snjóflóði snemma í morgun.