Fréttir
Engar úthlutanir til Fjarðabyggðar úr Fiskeldissjóði
Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að endurskoða hið fyrsta úthlutanir úr svokölluðum Fiskeldissjóði og íhuga jafnframt að leggja sjóðinn alfarið niður. Aðeins 32 milljónum af rúmlega 180 alls í sjóðnum var úthlutað austur á land og sú upphæð öll til Múlaþings.