Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Búið að grafa tæpa 35 metra

nordfjardargong bomba 0004 webÍ lok síðustu viku var búið að grafa 34,8 metra af nýjum Norðfjarðargöngum eða 0,5% af heildarlengd ganganna. Þar af voru fimm metrar sprengdir við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var.

Áætlað er að heildarlengd ganganna í bergi verði 7.542 metrar en þar fyrir utan bætast við 366 metrar af steyptum vegskálum.

Um það bil 100 metra hækkun er inni í göngunum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það eru tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk sem eru aðalverktakar ganganna en sprengjusérfræðingar þeirra stýrðu sprengingunni á fimmtudaginn var.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.