Norðfjarðargöng

Sagan

oddskardsgongSögubrot af tilkomu Norðfjarðarganga sem koma til með að leysa göngin í Oddskarði af hólmi. Núverandi Norðfjarðarvegur, á kaflanum frá Eskifirði að Norðfirði, er 26,1 km langur og liggur frá Eskifirði upp á Oddsskarð, um jarðgöngin í Oddsskarði og að Neskaupstað.

Á köflum uppfyllir vegurinn ekki nútímakröfur um umferðaröryggi og akstursþægindi. Hann er brattur, með kröppum beygjum og takmarkaðri sjónlengd. Göngin um Norðfjarðargöng, voru grafin á árunum 1972-1977. Þau eru 640 m löng, einbreið með 2 útskotum til mætinga. Þá er blindhæð inni í göngunum. Göngin liggja í 626 m hæð y.s. og því erfið í vetrarfærð en einnig er þokusælt árið um kring.

Það er ekki aðeins heimamenn sem hafa furðað sig á seinagangi við að endurnýja veg og göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þetta myndbrot sem fengið er af YouTube er til merkis um að gestir hafa furðað sig á ástandi þessa hluta þjóðvegar á leið sinni um landið.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.