Sagan
Sögubrot af tilkomu Norðfjarðarganga sem koma til með að leysa göngin í Oddskarði af hólmi. Núverandi Norðfjarðarvegur, á kaflanum frá Eskifirði að Norðfirði, er 26,1 km langur og liggur frá Eskifirði upp á Oddsskarð, um jarðgöngin í Oddsskarði og að Neskaupstað.Á köflum uppfyllir vegurinn ekki nútímakröfur um umferðaröryggi og akstursþægindi. Hann er brattur, með kröppum beygjum og takmarkaðri sjónlengd. Göngin um Norðfjarðargöng, voru grafin á árunum 1972-1977. Þau eru 640 m löng, einbreið með 2 útskotum til mætinga. Þá er blindhæð inni í göngunum. Göngin liggja í 626 m hæð y.s. og því erfið í vetrarfærð en einnig er þokusælt árið um kring.
Það er ekki aðeins heimamenn sem hafa furðað sig á seinagangi við að endurnýja veg og göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þetta myndbrot sem fengið er af YouTube er til merkis um að gestir hafa furðað sig á ástandi þessa hluta þjóðvegar á leið sinni um landið.