Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Byrjað að grafa göngin í vikunni

nordfjardargong 05112013 1 webGert er ráð fyrir að formlega verði byrjað að grafa ný Norðfjarðargöng síðar í þessari viku. Vinna hefur gengið vel síðustu vikur og flest tæki og tól sem verktakinn þarf að verða komin á svæðið.

Í október hefur verið unnið að forskeringu en með henni er sprengd renna inn í bergið og þannig fenginn nær lóðréttur bergveggur sem jarðgöngin verða sprengd inn í.

Vinnu við hana er að mestu lokið og aðeins eftir að styrkja bergið áður en formleg jarðgangagerð hefst. Gert er ráð fyrir að vinna við gröftinn sjálfan hefjist í vikunni.

Aðalverktaki ganganna hefur verið að koma sér upp aðstöðu og er sú vinna vel á veg komin. Skemmur hafa risið sem og skrifstofur og vistarverur.

Tækjabúnaður er óðum að tínast á staðinn og þess ekki langt að bíða að verkið verði komið í fullan gang Eskifjarðarmegin.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvar efni er mokað úr forskeringunni. Einnig sést yfirlit yfir hluta aðstöðunnar og Eskifjarðarbær í baksýn. Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit

nordfjardargong 05112013 3 web
nordfjardargong 05112013 2 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar