Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Vel gengur að steypa vegskála

Vel hefur gengið að steypa vegskála Norðfjarðarganga og var síðasta steypan í Eskifirði steypt nú fyrir helgi.


Heildarlengd vegskála er 350 metrar sem skiptast þannig að 124 metrar eru í Eskifirði, en 226 m í Norðfirði. Nú mun verktaki færa sig um set með mótin og hefja uppslátt á undirgöngum á Dalbraut í Eskifirði.

Einnig hefur verið unnið við frágang steyptra rýma fyrir spennistöðvar og annan rafbúnað. Alls eru sex slík rými, fjögur innan jarðganga og eitt við hvorn vegskála.

Myndir: Hermann Hermannsson/Hnit

nordfjardargong 20161012 1 web

 nordfjardargong 20161012 2 web

nordfjardargong 20161012 3 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.