05. mars 2020
Upprisu orgelsins fagnað í kvöld
Í janúarmánuði fór fram gagnger hreinsun, viðgerð og stilling á pípuorgeli Egilsstaðakirkju og er það því orðið eins og nýtt. Verkið unnu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og kona hans, Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Af því tilefni verður fagnað með orgel- og söngkvöldi í kirkjunni í kvöld, 5. mars kl. 20:00.