Tónlistarhátíðabærinn Egilsstaðir

img 5932 fix01 webEins og frægt er orðið gerði Mikael Torfason, ritstjóri Fréttablaðsins og skáld, þau klaufalegu mistök í leiðara í sumar að skrifa að tónlistarhátíðin Bræðslan væri haldin á Egilsstöðum en ekki Borgarfirði eystra.

Í gær kom út virðuleg skýrsla á vegum Útóns, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Í inngangi hennar er tekið dæmið um „Eistnaflug á Egilsstöðum“ sem dæmi um eina af frambærilegustu tónlistarhátíðunum.

Eitthvað virðist það vera við Austurland og tónlistarhátíð sem gerir það að verkum að menn halda að þær séu almennt haldnar á Egilsstöðum.

Frá Norðfirði heyrist það tíst að þar hafi menn hætt að lesa skýrsluna strax í fyrstu línu, fyrstu málsgreinar í inngangi!

Mynd: Stebba

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.