Eitt dauðsfall á mann

jon kristjansson des13Jón Kristjánsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, er meðal þeirra sem teknir eru fyrir í bókinni Skagfirskar skemmtisögur sem kemur nú út fyrir jólin. Hann á enda ættir sínar að rekja til Skagafjarðar austan vatna, fæddur og uppalinn í Óslandshlíð.

Eitt fyrsta embættisverk Jóns í stóli heilbrigðisráðherra var að taka á móti danska starfsbróður sínum. Liður í þeirri heimsókn var að skoða hjartadeild Landspítalans. Þegar búið var að fara yfir verkferlana, rannsóknir, greiningu og aðgerðir spurði sá danski:
„Hvert er dánarhlutfallið hjá ykkur á Íslandi?" Jón hugsaði sig um alllengi, hafði engan viðstaddan til að spyrja og svaraði loks:
„Það er alveg eins og hjá ykkur í Danmörku. Það er eitt á mann!"

Einhverju síðar sagði sr. Hjálmar Jónsson þessa sögu af Jóni við aftansöng í Dómkirkjunni á gamlárskvöldi, er hann var að hugleiða fallvaltleik lífsins. Svo vildi til að Jón var meðal viðstaddra kirkjugesta og síðar var hann spurður hvort þessi saga væri sönn. Það komu vöflur á Jón uns hann svaraði:
„Ja, ég heyrði hana fyrst við messu í Dómkirkjunni!"

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.