Handbók fyrir nýbúa

asdis helga bjarnadottir jan14Grein Ásdísar Helgu Bjarnadóttur, nýbúa á Egilsstöðum, hefur vakið mikla athygli hér á Austurfrétt. Þar lýsir hún upplifun sinni af fyrstu dögum sínum sem íbúi á Egilsstöðum. Meðal þess sem hún tiltekur er notkun mannbrodda en fleiri hafa orðið til að benda á að naglar séu staðalútbúnaður á Héraði, jafnt undir bíla sem fólk.

Í athugasemdum við greinina bendir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er endurinnfluttur nýbúi á Egilsstöðum, á nauðsyn þess að skrifuð verði „Handbók fyrir nýbúa." Þar verði hægt að nálgast upplýsingar eins og: „staðalbúnaður að vetri séu naglar og broddar, hvenær kórar æfa, hvernig menn ganga í björgunarsveitina, sunnudagsgöngur Ferðafélagsins og ábendingu um að það borgi lesa Dagskrána vel og vandlega. (Svo maður missi nú ekki af neinu.) Já, og að „Nettó" heiti ennþá Kaupfélagið, hvað sem hver segir!"

Tístinu líst vel á hugmyndina og hvetur bæjaryfirvöld eða framtakssama einkaaðila til að ráðast í verkið. Þar mætti líka koma á framfæri fleiri lífsnauðsynlegum upplýsingum svo sem staðbundnum höfuðáttum (norður, austur, út og fram), að Fellabær er víst annar og aðskilinn bær og hverjum þarf að passa sig á í sundi...

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar