Flugvöllurinn orðinn fyrir höfninni?

Við móttöku Beitis um jólin var gert grín að því að Norðfjarðarhöfn væri orðin of lítil fyrir skip Síldarvinnslunnar. Huga þyrfti að því þegar farið verður í endurbætur á flugvellinum sem er þar við hliðina.


„Mér er sagt að þótt við höfum stækkað höfnina þá hafi hún í raun minnkað miðað við hve skipin hafa stækkað,“ sagði bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson.

Miklar framkvæmdir hafa verið við höfnina undanfarin ár og til stendur að klæða flugvöllinn á komandi ári eftir að fjárveiting fékkst til þess á fjárlögum.

Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, nýtti tækifæri til að koma á framfæri athugasemd áður en framkvæmdir hefjast við flugvöllinn.

„Þið hafið kannski í huga að láta flugvöllinn sveigja aðeins inn í fjallið svo við getum stækkað höfnina. Hann er eiginlega farinn að flækjast fyrir.“

Rétt er þó að hafa í huga að bæjarstjórinn sagði að bið yrði á að höfnin yrði stækkuð enn frekar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.