Lægri flúorgildi í heysýnum úr Reyðarfirði

alver 14082014Flúorgildi í heysýnum úr Reyðarfirði hafa lækkað verulega milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli.

Meðaltal sýna árið 2014 var 11,6 ugF/g, samanborið við 24,1 ugF/g sumarið 2013, sem er lækkun um 52%. Viðmiðunarmörk fyrir flúor í heyi samkvæmt vöktunaráætlun eru þau sömu og fyrir gras, eða 40 ugF/g.

Sýnin voru greind frá þremur stöðum, bænum Sléttu, þar sem meðaltal sýna nam 11,4 ugF/g, Áreyjum, þar sem meðaltal sýna var 9 ugF/g, og á túnum hestaeigenda, þar sem meðaltalið nam 14 ugF/g.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar