Bein útsending frá framboðsfundi Austurfréttar 2024

Hægt er að fylgjast með framboðsfundi Austurfréttar/Austurgluggans með fulltrúum allra framboða í Norðausturkjördæmi í beinni útsendingu hér á Austurfrétt.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 en útsendingin sjálf nokkrum mínútum fyrr. Hún er aðgengileg í ramma hér að neðan og á YouTube-rás Austurfréttar.

Hægt er að senda inn spurningar á fundinn á þessari slóð: https://www.menti.com/alnmspp1ntn2 eða með að fara á menti.com og slá inn kóðann: 6102 1788.

Gestir eru hvattir til að kanna hvaða spurningar eru komnar inn og gefa þeim atkvæði, frekar en senda inn nýjar sem svipaðar eru fyrri spurningum, þar sem aðeins verður hægt að koma takmörkuðum fjölda spurninga að.

Lögð verður áhersla á spurningar sem snúa að öllum framboðum, Austurlandi eða þeim málefnum sem reyndust mikilvægust í kosningakönnun Austurfréttar/Austurgluggans.

Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Upptaka af fundinum verður aðgengileg á YouTube-rás Austurfréttar eftir að honum lýkur. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Valaskjálf, sem hýsir hann og HS Tókatækni, sem sér um útsendinguna.

Á fundinum eru (frá vinstri til hægri): Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki, Logi Einarsson Samfylkingu, Theodór Ingi Ólafsson Pírötum, Ingvar Þóroddsson Viðreisn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki, Gunnar Viðar Þórarinsson Lýðræðisflokknum, Sindri Geir Ólafsson Vinstri grænum, Þorsteinn Bergsson Sósíalistum og Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.