Tvær rútur út af á Fagradal í hálku

logreglanTvær rútur fuku út af veginum yfir Fagradal í morgun. Nokkur óhöpp hafa orðið í mikilli hálku á Austfjörðum í morgun og í gær en ekki hafa orðið slys á fólki.

Rúta með 30 starfsmenn á leið til vinnu í álverinu fór út af á Fagradal í morgun. Önnur rúta var send til að sækja fólkið en ekki vildi betur til en svo að hún fór líka út af veginum. Björgunarsveitarmenn úr Héraði fóru á staðinn og komu fólkinu á leiðarenda.

Hvasst og hált var á Fagradal í morgun þannig að rúturnar fuku út af. Þær verða sóttar þegar vind lægir.

Nokkur óhöpp hafa orðið í dag og í gær í vetrarfærð í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði. Flutningabíll fór út af á Háreksstaðaleið í nótt, í gærkvöldi valt bíll á Fjarðarheiði og talsvert var af árekstrum í gærdag. Ekki hafa orðið nein slys á fólki.

Rólegra hefur verið í Eskifjarðarumdæmi en þar voru þó 1-2 útköll á fjallvegi á suðurfjörðum í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar