Úthlutað úr Vaxtarsamningi: Hæstu styrkirnir til LungA-skólans og starfsfolk.is

vaxaLungA-lýðháskólinn sem tók til starfa á Seyðisfirði í haust og ráðningarskrifstofan og starfsmannaleigan Starfsfolk.is fengu hæstu styrkina í haustúthlutum Vaxtarsamnings Austurlands.

Átta verkefni voru styrkt að þessu sinni um alls 9,5 milljónir króna en verkefnin tvö fá tvær milljónir hvort. Alls bárust tuttugu umsóknir um tæplega fjörutíu milljóna króna styrki.

Vaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Stefna hans er að styðja við uppbyggingu í anda náttúru og sjálfbærni og er honum ætlað að styðja við þau verkefni sem falla undir markmið hans.

Meginhugmyndin að baki Vaxtarsamningsins er að ýta undir samstarf í svokölluðum klösum þar sem leitast er við að efla samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars.

Vaxtarsamningurinn er í umsjón Austurbrúar ses. sem hefur það meginmarkmið að efla Austurland sem eftirsóttan valkost til búsetu og fjárfestinga.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrki:

LungA skólinn, 2.000.000,-
Starfsfolk.is, 2.000.000,-
Afurðamiðstöð viðarafurða, 1.200.000,-
Sjóferðir Austurlands, 1.200.000,-
Ritsmiðja Austurlands, 1.000.000,-
Austurvarp, 1.000.000,-
Jarðfræðitengd steinasýning í hjarta Breiðdalsvíkur, 800.000,-
Grafít ehf., 300.000,-
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar