Róleg vika hjá lögreglu

logreglanHelgin og seinni hluti síðustu viku var rólegur hjá austfirskum lögreglumönnum. Ökumenn lentu þó sums staðar í vanda í hálku í Seyðisfjarðarumdæmi.

Helst var erill í kringum brottför Norrænu en tveir flutningabílar festust á Fjarðarheiði. Í kjölfarið lentu rútur sem voru þar á ferð í vandræðum en bílarnir virtust ekki nægilega vel búnir til vetraraksturs á heiðum.

Þá skautuðu ökumenn út af á fjallvegum, svo sem Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði og Öxi.

Rjúpnaveiði hófst á föstudag en virðist hafa farið vel af stað að öðru leyti en því að veiðin virðist hafa verið dræm.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar