Þetta er dauðadómur fyrir Stöðvarfjörð: Erum með tárin í augunum
„Okkur lýst nákvæmlega engan vegin á þessa hugmynd, því við vitum alveg hvað þetta hefur í för með sér. Þetta samfélag deyr það er bara svo einfalt,“Þetta segir Solveig Friðriksdóttir, kennari og trúnaðarmaður kennara í grunnskólanum á Stöðvarfirði þegar Austurfrétt spurði hana út í þær hugmyndir bæjarráðs Fjarðabyggðar að börn á Stöðvarfirði eldri en ellefu ára verði keyrð í aðra skóla í Fjarðabyggð.
„Við erum tæplega 200 manna samfélag og skólinn er hjartað í samfélaginu okkar. Hann er lítill og hann er ekki ódýr í rekstri, við vitum það. En ef það er skorið af hjartanu virkar það ekki eins og skyldi og þetta yrði bara upphafið að endalokum þessa samfélags, það verður bara að segjast eins og er.“
Kostir og gallar
En hvað finnst þér með þær hugmyndir bæjarráðs að gefa börnum tækifæri á að vera í stærri bekkjum og hafa meira val þar sem oft eru bara tvö börn í bekk á Stöðvarfirði?
„Að sjálfsögu hefur það bæði sína kosti og galla að nemendur eru fáir. En síðan ég byrjaði að kenna í skólanum fyrir sextán árum síðan höfum við kennt samkennslu sem þýðir það að við kennum einum eða tveimur eða þremur árgöngum saman. Við höfum alltaf gert þannið svo það er aldrei einn eða tveir sem sitja inn í skólastofu. Börnin eru alltaf í hóp og þau læra að bera virðingu fyrir þeim sem eru yngri og þeim sem eru eldri.“
Hvernig taka samstarfsfélagar þínir í þetta eru þeir á sama máli? Já við erum öll á sama máli, og ég lýg því ekki við erum hreinlega með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum i dag í þeirri viðleitni að halda andlitinu gagnvart börnunum okkar. Við erum hreinlega brotin,“ segir Solveig
Meira en hagræðing
Hvernig var fundurinn í gær? „Hugmyndin var lögð fyrir okkur og við fengum tækifæri til að segja okkar skoðun. En það koma skýrt fram á þessum fundi og foreldrafundinum að þetta er dauðadómur.
Þeir segja að það sparist um fimmtán miljónir við þessa framkvæmd en þeir gátu ekki sagt okkur hvað liggur nákvæmlega að baki þessum miljónum.
Að mínu mati er þetta eitthvað annað og meira en hagræðing. Þetta er bara vilji að ofan, þeir hafa ætlað sér að gera þetta lengi, en nú hafa þeir ákveðið að láta til skara skríða. Ég veit að Þetta eru hörð orð en ég meina þetta svo innilega.“
Eruð þið kennarar með hugmyndir til þess að komast hjá þessum niðurskurði. „Við höfum ekki komist almennilega í að tala saman við erum svo miður okkar. En við munum vera á tánum. Fyrsta umræðan er í kvöld og við munum hlusta á fundinn á vef Fjarðabyggðar. Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir því hvort eða hvernig við fáum að koma að þessum umræðum.
En við erum mölbrotin í dag, það er eina orðið sem ég get sagt sem kennari og foreldri," segir Sólveig að lokum.
Hvernig taka samstarfsfélagar þínir í þetta eru þeir á sama máli? Já við erum öll á sama máli, og ég lýg því ekki við erum hreinlega með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum i dag í þeirri viðleitni að halda andlitinu gagnvart börnunum okkar. Við erum hreinlega brotin,“ segir Solveig
Meira en hagræðing
Hvernig var fundurinn í gær? „Hugmyndin var lögð fyrir okkur og við fengum tækifæri til að segja okkar skoðun. En það koma skýrt fram á þessum fundi og foreldrafundinum að þetta er dauðadómur.
Þeir segja að það sparist um fimmtán miljónir við þessa framkvæmd en þeir gátu ekki sagt okkur hvað liggur nákvæmlega að baki þessum miljónum.
Að mínu mati er þetta eitthvað annað og meira en hagræðing. Þetta er bara vilji að ofan, þeir hafa ætlað sér að gera þetta lengi, en nú hafa þeir ákveðið að láta til skara skríða. Ég veit að Þetta eru hörð orð en ég meina þetta svo innilega.“
Eruð þið kennarar með hugmyndir til þess að komast hjá þessum niðurskurði. „Við höfum ekki komist almennilega í að tala saman við erum svo miður okkar. En við munum vera á tánum. Fyrsta umræðan er í kvöld og við munum hlusta á fundinn á vef Fjarðabyggðar. Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir því hvort eða hvernig við fáum að koma að þessum umræðum.
En við erum mölbrotin í dag, það er eina orðið sem ég get sagt sem kennari og foreldri," segir Sólveig að lokum.