Íbúasamtök Eskifjarðar styðja baráttu Stöðfirðinga í skólamálum

forseti stodvarfjordur 0031 webStjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar hefur sent íbúum Stöðvarfjarðar stuðningsyfirlýsingu vegna stöðu skólamála í plássinu.

Fyrir helgi voru kynntar hugmyndir um að fara með börn 11 ára og eldri frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar frá og með næsta skólaári. Þær hafa fallið í grýttan jarðveg meðal heimamanna.

Í yfirlýsingu Íbúasamtakanna er mótmælt „harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um fyrirhugaðar breytingar á elstu bekkjum grunnskóla í Fjarðabyggð."

Farið er fram á að alfarið verði hætt við áformin og fundar aðrar leiðir, sem ekki snerti „grunnstoðir íbúa Fjarðabyggðar" til að spara í rekstri sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar