Stöðfirðingar fá stuðningsyfirlýsingu frá starfsfólki Grunnskólans á Reyðarfirði

forseti stodvarfjordur 0002 webUm þrjátíu starfsmenn Grunnskóla Reyðarfjarðar skrifa undir stuðningsyfirlýsingu sem þeir sendu starfólki Stöðvarfjarðarskóla þar sem til stóð að hætta kennslu í eldri bekkjum. Reyðfirðingarnir leggjast einnig gegn hugmyndum um sameiningu unglingadeilda.

Í yfirlýsingunni er mótmælt hugmyndum um að keyra nemendur 5. – 10. bekkjar Stöðvarfjarðarskóla á Fáskrúðsfjörð „um einn hættulegasta veg landsins."

Þá lýsa starfsmenn skólans á Reyðarfirði þeirri skoðun sinni að mikilvægt sé að „heildstæðu skólastarfi verði haldið úti í öllum byggðarkjörnum Fjarðabyggðar til að styrkja og styðja við byggðarþróun hvers staðar fyrir sig."

Á sömu forsendum er mótmælt hugmynd um að keyra nemendur á unglingastigi í skólum Fjarðabyggðar sunnan Oddskarðs í einn skóla á miðsvæðinu.

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti í gær að falla frá hugmyndum um að börnum frá Stöðvarfirði verði keyrt á Fáskrúðsfjörð frá og með næsta hausti.

Einnig hafa verið settar fram hugmyndir um að kanna hagkvæmni þess að sameina unglingastig skólanna á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Reyðarfirði á einum stað.

Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum en eftir er að brúa 70 milljóna gat í fjárheimildum til fræðslumála.

Áður höfðu Íbúasamtök Eskifjarðar sent frá sér stuðningsyfirlýsingu á sömu nótum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar