Fjarðabyggð: Framkvæmdum við snjóflóðavarnir að ljúka

snjoflodavarnir fjardabyggðSenn sér fyrir endann á framkvæmdum við snjóflóðavarnir í Tröllagili ofan við Neskaupstað. Framkvæmdir við þessi tröllvöxnu mannvirki hafa þá staðið um tæplega þriggja ára skeið eða frá því á fyrri hluta ársins 2012.

Mannvirkin samanstanda af 660 metra löngum þvergarði, um 420 metra löngum leiðigarð og tuttugu og fjórum snjóflóðavarnarkeilum, auk stoðvirkja í fimmhundruð til sjöhundruð metra hæð. Samhliða verkinu verða gerðir vegslóðar og göngustígar ásamt minningarreit tileinkuðum þeim sem fórust í mannskæðu snjóflóði sem féll á byggðina árið 1974.

Verkinu í heild sinni lýkur svo á næsta ári, en enn er nokkuð eftir af yfirborsfrágangi meðal annars á göngustígum og minningarreit ásamt uppgræðslu svæðisins.

Snjóflóðahætta við Neskaupstað er talin mest neðan Drangagils og Tröllagilja. Varnargarðar við Drangagil eru fullgerðir og með snjóflóðavörnum í Tröllagili verður byggðin neðan Tröllagiljasvæðis einnig varin.

Um frumhönnun varnargarða og stoðvirkja sá Verkís ehf. en verkhönnun varnargarða vann Efla ehf. ásamt Landmótun sf. sem sá einnig um landslagshönnun. Verkkaupar eru Fjarðabyggð og Ofanflóðasjóður, en umsjón með framkvæmdum hefur Framkvæmdasýsla ríkisins.

Það var vefur Fjarðabyggðar sem greindi frá þessu fyrir skemmstu.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.