27 á lista framúrskarandi fyrirtækja

27 fyrirtæki af Austurlandi eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi en listinn var kynntur í vikunni. Fimm nýliðar eru í hópnum.

Creditinfo hefur birt listann undanfarin níu ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fyrirtækin eigi það sameiginlegt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta.

Að þessu sinni hljóta 857 fyrirtæki viðurkenningu, þar af 27 skráð til heimilis á Austurlandi, þar af fimm sem fá viðurkenninguna í fyrsta sinn.

Stærst austfirsku fyrirtækjanna er Alcoa Fjarðaál sem jafnframt er talið fjórða stærsta fyrirtækið á listanum. Næststærst er Síldarvinnslan sem er í 20. sæti. Alcoa hefur verið á listanum frá 2015 en Síldarvinnslan frá 2012.

Tvö austfirsk fyrirtæki hafa verið á listanum síðan hann var fyrst birtur árið 2010. Það eru Þ.S. verktakar á Egilsstöðum og G. Skúlason vélaverkstæði í Neskaupstað.

Austfirsku nýliðarnir á listanum eru byggingafyrirtækin MVA á Egilsstöðum og Nestak í Neskaupstað, verktakarnir Haki í Neskaupstað og Ylur á Egilsstöðum og netagerðaverkstæði Egersund á Eskifirði.

Austfirsku fyrirtækin í stærðarröð:

Alcoa Fjarðaál sf.
Síldarvinnslan hf.
Eskja hf.
Loðnuvinnslan hf. Fáskrúðsfirði
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga svf. (KFFB)
Þ.S. Verktakar ehf.
Myllan ehf.
Launafl ehf.
Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf.
Ölduós ehf
MVA ehf.
Eignarhaldsfélagið Hraun ehf.
G. Skúlason vélaverkstæði ehf.
Nestak ehf.,byggingaverktaki
Framjaxlinn ehf
Egersund Ísland ehf.
Lostæti-Akureyri ehf.
Fiskmarkaður Austurlands hf.
Kraftaverk ehf
Hótel Framtíð ehf.
Haki ehf
Tréiðjan Einir ehf
Bílar og vélar ehf.
Ylur ehf.
Kári Borgar ehf
Miðás ehf.
Austfjarðaleið ehf.

Skilyrðin fyrir að komast á listann eru eftirtalin:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
- Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
- Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
- Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
- Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar