Eldur i steypuskála Fjarðaáls
Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í steypuskála Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan sjö í morgun. Slökkvistarfi er nú að ljúka og eftir að meta áhrifin.Eldurinn kviknaði i hleifasteypuvél. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, segir starfsfólk hafa brugðist hárrétt við og skálinn verið rýmdur í skyndi.
Slökkviliðið var kallað á svæðið og hafði það ráðið niðurlögum hans að mestu um klukkan hálf átta.
Nokkur reykur var á svæðinu og eftir er að kanna skemmdir. Eldsupptök eru ókunn.