Karen Ósk frá Egilsstöðum í úrslitum Jólastjörnunnar: Þetta var svo gaman
Eins og undanfarin ár leitar Björgvin Halldórsson af Jólastjörnunni 2014. Þetta er í fjórða sinn sem leitin fer fram. Að þessu sinn voru um þrjúhundruð börn yngri en sextán ára sem kepptust um að komast í tíu manna úrtak fyrir framan dómnefnd.Í dómnefnd í ár eru Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún. Búið er að velja þá tíu söngvara sem komust áfram og sungu þau fyrir dómarana í Ísland í dag í gær. Karen Ósk Björnsdóttir frá Egilsstöðum var ein af þeim.
Karen er dóttir hjónanna Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra og Sigrúnar Jónu Óskarsdóttir sem starfar hjá Lyfju á Egilsstöðum.
„Hún hefur sungið, alveg frá því hún var pínu lítil. Svo spilar hún á píanó. Það hefur alltaf verið mikil tónlist í henni,“ segir Sigrún móðir Karenar í samtali við Austurfrétt.
Karen Ósk sem verður þrettán ára í desember söng lagið Ég hlakka svo til af mikilli ástríðu og heillaði dómarana upp úr skónum.
„Þetta var voða gaman. Við flugum einmitt suður um síðustu helgi til að taka þetta upp. Það var einstakt að sjá hvað það var mikil gleði í þessum krökkum þegar þau voru búin að syngja. Þetta eru flottir krakkar. Annars er ég rosalega stolt af stelpunni minni. Mér fannst hún alveg æði og svo var hún bara svo einlæg.“
Sigurvegari keppninnar verður tilkynntur í næstu viku í Íslandi í dag en hann kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár.
„Það er mikill spenningur á heimilinu. Við heyrðum í gær að allir krakkarnir sem komust í úrslit munu syngja með sigurvegaranum á jólatónleikunum. Annars sagði Karen eftir ferðina suður um síðustu helgi að það væri ekki aðalmálið að vinna hún sagði „mamma þetta var svo gaman og það er svo mikill heiður að fá að vera með,“ en við fáum að vita það fljótlega hver ber sigur úr bítum. Við bíðum bara róleg þangað til,“ segir Sigrún að lokum.
Smelltu HÉR og sjáðu flutning Karenar Óskar í Íslandi í dag í gær.
Karen Ósk sem verður þrettán ára í desember söng lagið Ég hlakka svo til af mikilli ástríðu og heillaði dómarana upp úr skónum.
„Þetta var voða gaman. Við flugum einmitt suður um síðustu helgi til að taka þetta upp. Það var einstakt að sjá hvað það var mikil gleði í þessum krökkum þegar þau voru búin að syngja. Þetta eru flottir krakkar. Annars er ég rosalega stolt af stelpunni minni. Mér fannst hún alveg æði og svo var hún bara svo einlæg.“
Sigurvegari keppninnar verður tilkynntur í næstu viku í Íslandi í dag en hann kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár.
„Það er mikill spenningur á heimilinu. Við heyrðum í gær að allir krakkarnir sem komust í úrslit munu syngja með sigurvegaranum á jólatónleikunum. Annars sagði Karen eftir ferðina suður um síðustu helgi að það væri ekki aðalmálið að vinna hún sagði „mamma þetta var svo gaman og það er svo mikill heiður að fá að vera með,“ en við fáum að vita það fljótlega hver ber sigur úr bítum. Við bíðum bara róleg þangað til,“ segir Sigrún að lokum.
Smelltu HÉR og sjáðu flutning Karenar Óskar í Íslandi í dag í gær.