Setja spurningarmerki við að Reykjavíkurborg ráði ferðinni í samningaviðræðum

tonleikar fherad 0002 webAustfirskir tónlistarkennarar hafa þungar áhyggjur af stöðu kjaradeilu þeirra við Samband sveitarfélaga. Þeir hafa áhyggjur af áhrifum Reykjavíkurborgar innan samninganefndar sveitarfélaga.

Þetta kemur fram í ályktun frá fundi tónlistarkennara á Austurlandi en verkfall þeirra hefur nú staðið í fjórar vikur.

Þeir segja líkur á að heil önn geti farið í súginn hjá nemendum og sumir hætti jafnvel alfarið í tónlistarnámi.

Um 20 kennarar skrifa undir yfirlýsinguna en þeir lýsa áhyggjum sínum af því að Reykjavíkurborg ráði ferðinni í samningaviðræðum fyrir hönd sveitarfélaga þar sem rekstrarform tónlistarskóla í borginni sé gerólíkt því sem tíðkist annars staðar.

Þar séu skólarnir sjálfseignarstofnanir og munur sé á hlutfalli grunnskólanema í tónlistarnámi þar og annars staðar.

Tónlistarkennarar hafa barist fyrir því að laun þeirra þróist á sama hátt og annarra félaga innan Kennarasambands Íslands. Þeir skora því á austfirskar sveitastjórnir að hlutast til um að viðræður verði kláraðar strax.

Í minnisblaði frá samninganefnd sveitarfélaga um stöðu viðræðnanna segir að nefndin hafi lagt áherslu á það sama og í viðræður við önnur aðildarfélög Kennarasambandsins. Þær eru meðal annars að launamyndunarþættir og vinnutímakafli sé líkari því sem gerist hjá öðrum stéttum. Slíkt geti leitt til umbóta og hagræðingar í skólastarfi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar