Fengu silfurverðlaun í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki

Begga Gudny1Nú er fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki yfirstaðin. Keppnin var að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fór fram í Norræna húsinu 13. nóvember síðastliðinn.

Það var Matís og Ný norræn matvæli II sem stóðu að keppninni og voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum og voru skráðar 110 vörur. Keppt var í 8 mismunandi flokkum: Mjólkurafurðir, kjötafurðir, fiskafurðir, ber, ávextir og grænmeti, bakstur, súrdeigs bakstur, nýsköpun í handverki og salt.

Holt og Heiðar tók þátt þátt og keppti í flokknum: ber, ávextir og grænmeti og hrepptu silfurverlaunin fyrir rabarbarasultuna með vanillu sem hefur rækilega slegið í gegn hérna heima.

Það eru margir sem kannast við gómsætu vörurnar frá Holti og Heiðum. Fyrirtækið er með framleiðslu sína á Hallormsstað á Héraði og framleiða matvöru þar sem íslenskt hráefni er í hávegi. Sulturnar eru víðfrægar en þær eru framleiddar úr íslenskum berjum og rabarbara.

Eigendur fyrirtækisins eru Bergrún Arna Þorsteinsdóttir garðyrkjufræðingur og hjónin Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigjónsson matreiðslumaður en þau eiga og reka einnig Sveitasetrið á Hofsstöðum í Skagafirði.

Smelltu HÉR til að sjá lista yfir vinningshafa.

Mynd: Bergrún og Guðný að undirbúa jólavertíðina
holtogheidar


 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar