PR sendirinn kominn til Egilsstaða: Nú er okkur ekkert að vanbúnaði

Simmi Joi sendirinnEins og margir vita og hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu eru útvarpsmennirnir vinsælu Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson snúa aftur í útvarp.

Það var dagskrárstjóri Skjásins sem á og rekur K100, Pálmi Guðmundsson sem sannfærði félagana um að snúa aftur eftir eins og hálfs árs hlé. Þeir settu aðeins eitt skilyrði: Að komið yrði upp útvarpssendi á Egilsstöðum, svo móðir Simma, Gerður Unndórsdóttir, gæti hlustað á þáttinn og verið fastagestur í honum eins og forðum daga á Bylgjunni, en þar ræddi hún gjarnan um kveðskap og las ljóð í beinni útsendingu.

Fyrsti þátturinn fer í loftið á föstudaginn kemur og því ekki seinna en vænna að koma sendinum fyrir, en Simmi og Jói flugu með hann sjálfir til Egilsstaða í gær.

„Við erum bara mjög spenntir og nú er okkur ekkert að vanbúnaði. Nú er tilraunaútsendingum K100 lokið og þær hafa gengið vel. Það er búið að staðsetja sendinn og ákveða hvar hann á að vera svo nú er bara að stinga í samband,“ segir Simmi í samtali við Austurfrétt.

Þáttur Simma og Jóa verða á dagskrá K100 á föstudagsmorgnum milli kl. 9 og 12 og verður svo endurfluttur á laugardagsmorgnum. Fyrsti þátturinn fer í loftið á föstudaginn.

Hægt er að hlusta á K100 á tíðninni fm100,5 og á netinu á k100.is

M
ynd: Simmi, Jói og Gerður mamma Simma með sendinn í gær.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar