Jurtir notaðar til að fæla mýs frá
Hægt er að koma blómum og laukum valdra jurta fyrir við valda staði til að verjast ágangi músa eða bjarga lífi þeirra við varasöm svæði. Talsverður músagangur hefur verið á Egilsstöðum að undanförnu.Skarphéðinn G. Þórisson, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir þekkt að blóm og laukar keisarakrónu fæli mýs frá sér með óþef.
Hægt er að nálgast jurtina í sérvöruverslunum. Rífa má laukinn í bita og koma fyrir undir bílum, nálægt útidyrahurðum eða öðrum þeim stöðum þar sem fólk vill ekki að mýsnar séu á.
Eftir miklar rigningar undanfarna daga hvetur Skarphéðinn íbúa til að koma laukunum nálægt vatnsgildrum til að koma í veg fyrir kvalafullan og ótímabæran dauðdaga hagamúsa.