Tónlistarkennarar efna til mótmæla á Reyðarfirði

tonleikar fherad 0046 webTónlistarkennarar í Fjarðabyggð hafa boðað til mótmæla við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar í Molanum á Reyðarfirði í dag. Verkfall þeirra hefur nú staðið í fjórar vikur.

Í tilkynningu tónlistarkennara segir að máli skipti að vekja athygli á að verkfallið sé enn í gangi og sýna að samfélaginu sé ekki sama um gildi tónlistarmenntunar.

„Við erum ansi þreytt á þessu og áhyggjufull yfir því að nemendur okkar eru að missa af dýrmætum tímum," segir í yfirlýsingunni.

Tónlistarkennarar hafa barist fyrir því að fá laun sín leiðrétt til samræmis við aðra kennara innan Kennarafélags Ísland en þær kröfur eru „ennþá ekki teknar alvarlega af samninganefnd sveitarfélaga," segir í tilkynningunni.

Forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa hins vegar sagst vilja ræða um leið breytingar á vinnufyrirkomulagi tónlistarkennara.

Til sambærilegra mótmæla hefur verið efnt víðar um land síðustu daga. Þau hefjast kirkjumegin við Molann, þar sem bæjarskrifstofurnar eru staðsettar, klukkan 15:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar