„Austurlands Designs from Nowhere“ hreppti Hönnunarverðlaunin í gær: Erum fyrst og fremst þakklát

Honnunarverdlaun1Karna Sigurðardóttir og Pete Collard eru handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2014 fyrir verkið Austurland: Designs From Nowhere. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikshúsins í gær og fengu sigurvegararnir peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr.

„þetta var ótrúlega ánægjulegt kvöld og skemmtileg samkoma. Þarna komu saman hönnuðir og fólk sem tengist þessari uppbyggingu sem hefur verið í gangi í kringum Hönnunarmiðstöðina. Það var rosalega hátíðlegt í þjóðleikshúsin og það var mjög gleðilegt að vera nefnd þarna upp á sviðið þegar sigurvegararnir voru tilkynntir,“ segir Karna Sigurðardóttir verkefnastjóri verksins, kvikmyndaleikstjóri og handhafi Hönnunarverðlaunanna 2014.

Af 100 tilnefningum valdi dómnefnd fjögur sigurstranglegustu verkin úr hópi þeirra sem kepptu um verðlaunin. „Austurlands Designs from Nowhere“ var eitt þeirra..

„Ég er fyrst og fremst þakklát. þetta er mikil viðurkenning og það er gaman að það sé tekið eftir því sem maður gerir, og það að aðrir hafa líka trú á því sem maður sjálfur hefur haft óbylandi trú á er gott. En þakklæti, það er það sem ég finn og þakklæti fyrir að geta haldið verkefninu áfram.“

En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir ykkur?“ Það þýðir einfaldlega það að við náum að halda áfram með verkefnið og gera það eins vel og við lögðum upp með. Að fá þetta fjármagn inn gerir alveg gæfumuninn. Þetta er líka mikil mórölsk innspýting, og hvatning. Við erum nýbúin að fara til London með verkefnið og svo til Rússlands, og það var stórt skref. En að fá þessa viðurkenningu eru falleg kaflaskil áður en við förum í næsta hluta, en stefnan er núna tekin á New York,“ segir Karna að lokum.

„Austurlands Designs from Nowhere“ snýst um að kanna möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi þar sem notast er við staðbundinn hráefni og þekkingu. Pete Collard og Karna Sigurðardóttir áttu fumkvæði að verkefninu en hönnuðurnir Þórunn Árnadóttir, Gero Grundman, Max Lamb og Julia Lohmann þróuðu sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austurfjörðum, með því að tengja saman á óvæntan hátt mannauð, staði og hráefni varð til áhrifaríkt samstarf þar sem nýir hlutir urðu til.

designsfromnowhere.is

Mynd: Hönnunarveðlaun Íslands. Þórunn Árnadóttir og Karna Sigurðardóttir vöruhönnuðir við verðlaunaafhendinguna


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar