Björgunarsveitin Ísólfur „kölluð út“ á Seyðisfirði - myndband

BjorgunaradgerdVaskur sonur Svenna Óskars björgunarmanns á Seyðisfirði lét sig ekki muna um að synda út í lón og bjarga listaverki nemanda Listaháskóla Íslands þar sem það hafði oltið um koll.

Listaverkið sem fauk í lónið var vindmylla sem að krakkar frá Listaháskóla Íslands gerðu í sinni árlegu heimsókn til Seyðisfjarðar.

„Þetta gerðist bara á milli þrjú og fjögur í dag. Starfsfólk Skaftfells ætlaði að hirða þetta upp, en sá sem ætlaði að ná í þetta var bara með vöðlur og komst ekkert. Þar komum við til sögunnar,“ segir Sveinn Óskarsson í samtali við Austurfrétt.

Sveinn stakk upp á því við son sinn að synda eftir verkinu.

“Hann vildi ólmur taka þetta að sér og ég stóð á bakkanum á meðan. Hann varð samt svolítið smeykur þegar selirnir fóru að koma upp. Og þegar einn var komin svona metra frá tánum á honum þá ætlaði hann að snúa við, en gerði það ekki. Hann kláraði verkið og varð ekki meint af,“ segir Sveinn

Hin vaski björgunarmaður heitir Óskar Sveinsson og er 12 ára.

Það var Seyðisfjarðarpósturinn sem greindi frá.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar