Stebbi Hilmars gerir góðverk á Hótel Héraði: Þetta gladdi mig mikið

Fanney SigurðardóttirFanney Sigurðardóttir frá Egilsstöðum skellti sér á brunch á Hótel Héraði í gær. Fanney sem er bundin við hjólastól vissi lítið um að áður en morguninn var úti ætti hún eftir að þiggja aðstoð og gjöf frá einum frægasta poppara landsins. Hún greindi frá þessu á facebook síðu sinni í gærkveldi.

„Þetta var allt saman svakalega ánægjulegt. Ég fór í brunch með slatta af fólki sem er svo sem ekki frásögum færandi nema að ég sá að meðlimir Sálarinnar hans Jóns míns voru staddir þarna, en ég spáði svo sem ekkert meira í því.

Nema þegar við vorum að fara og komnar út, var ég og mamma að búa okkur undir að fara niður tröppurnar þar sem rampurinn fyrir hjólastóla er ónothæfur fyrir framan hótelið þessa stundina, þegar Stebbi Hilmars og einn annar úr hljómsveitinni komu og buðust til að hjálpa okkur niður. Við þáðum það. Þegar niður var komið hljóp Stebbi útí bíl og náði í nýju jólaplötuna sína og áritaði og gaf mér. Þetta gladdi mig mikið og sýnir að fólk kann sig greinilega,“ segir Fanney í samtali við Austurfrétt

Nýja platan hans Stefáns Hilmarssonar heitir „Í desember“.  HÉR er hægt að kynnast plötunni, hlýða á tóndæmi og fleira.

Mynd: Fanney Sigurðardóttir (úr einkasafni) 

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.