Æskulýðsráð veitti Gunnari Gunnarssyni viðurkenningu
Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, fékk viðurkenningu Æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æskulýðsstarfs á Austurlandi sem og víðar á landsvísu.Gunnar Gunnarsson hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í margskonar félagsstörfum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. 19 ára gamall tók hann við formennsku í UMF Þristi og gegndi því til ársins 2007. Þá tók hann við formennsku í nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum og þjálfaði spurningalið skólans. Gunnar hefur frá árinu 2005 setið í stjórn UÍA og verið í formennsku frá árinu 2012.
Gunnar hefur verið virkur í starfi innan UMFÍ, bæði í hinum ýmsu nefndum samtakanna, sem og í stjórn og þar á hann sæti í dag. Þá hefur Gunnar átt sæti í varastjórn NSU, den Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejede frá 2012-2014. Gunnar hefur nýtt reynslu sína og þekkingu úr ungmennafélagsstarfi til ýmissa annarra verka.
Mynd: umfí. Gunnar Gunnarsson með viðurkenninguna sem Æskulýðsfráð veitti honum
Það var umfi.is sem greindi frá.