Þúsundasta tonninu landað á Borgarfirði

hogni ns 10Á miðvikudaginn síðast liðin var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári. Aldrei hefur veiðst svona mikill Bolfiskur áður á þessu svæði. Árið 1999 veiddist  rúm 926 tonn sem hefur hingað til verið stærsti Bolfiskaflinn sem hefur komið í höfn á Borgarfirði, þar til nú. 

Það var Högni NS 10 sem landaði þúsundasta tonninu, en það er fiskverkun Kalla sem gerir hann út. Elstu menn muna ekki eftir því að áður hafi komið svo mikið af bolfisk á land á Borgarfirði á einu almanaksári. En það eru allir sammála um það að þetta haustið hefur fiskast vel og verið alveg einstaklega góð tíð sem sjómenn hafa nýtt vel.

Það var
 vefur Borgarfjarðar Eystri sem greindi frá.
Mynd: Fiskifréttir.is


Hér er svo smá tölfræði yfir afla sem hefur farið í gegnum Fiskverkunina síðustu 20 ár.

1994 - 286,814 tonn
1995 - 453,531 tonn
1996 - 637,457 tonn
1997 - 654,197 tonn
1998 - 664,665 tonn
1999 - 926,594 tonn (Þar af 3 tonn af markaði)
2000 - 818,755 tonn (Þar af 168 tonn af markaði)
2001 - 914,168 tonn (Þar af 63 tonn af markaði)
2002 - 806,377 tonn (Þar af 133 tonn af markaði)
2003 - 905,508 tonn (Þar af 89 tonn af markaði)
2004 - 908,722 tonn (Þar af 100 tonn af markaði)
2005 - 911,651 tonn (Þar af 87 tonn af markaði)
2006 - 906,649 tonn (Þar af 27 tonn af markaði)
2007 - 585,597 tonn (Þar af 17 tonn af markaði)
2008 - 499,262 tonn
2009 - 656,908 tonn (Þar af 5 tonn af markaði)
2010 - 740,738 tonn (Þar af 22 tonn af markaði)
2011 - 622,036 tonn (Þar af 12 tonn af markaði)
2012 - 713,036 tonn (Þar af 11 tonn af markaði)
2013 - 723,298 tonn (Þar af 1 tonn af markaði)

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.