Safna fyrir ipad minitölvum fyrir grunnskólann á Djúpavogi: Margt smátt gerir eitt stórt

ipad i skolannHalldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla hrinti af stað söfnun fyrir skemmstu til að safna fyrir 20 ipad mini tölvum fyrir skólann. Hún sendi opið bréf til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga á Djúpavogi.

Bréfið var sent þann 13. nóvember síðastliðin og hafa viðbrögð verið góð. „Þetta hefur bara gengið vel og er allt að smella saman. Konurnar í kvenfélaginu komu sterkar inn og styrkja okkur um hálfa miljón. þær eru dásamlegar þessar konur og styðja við bakið á okkur á hverju ári og eru alltaf að gefa okkur eitthvað fínt,“ segir Halldóra Dröfn í samtali við Austurfrétt. „Svo hafa fyrirtækin verið að taka við sér og sum eru að gefa um 15-20.000 kr en flestir eru að gefa eina til tvær tölvur.

Halldóra kannaði verð á iPad spjaldtölvum, en þær þykja bestar þegar kemur að kennslu, sé tekið mið af þeim kennsluforritum sem í boði eru. Hún fékk tilboð í 20 iPad-mini tölvur og töskur utan um þær upp á 960.000 kr.- Hver tölva kostar því um 48.000.- með tösku. „Við erum ekki alveg komin með fyrir upphæðinni, en það styttist í það,“ segir Halldóra.


Dregist aftur úr


„Við höfum verið að dragast svolítið aftur úr, því flestir skólar eru komnir með þetta sem viðbótar kennslu tæki og við vilum ekki vera eftirbátar annarra skóla. Ég gerði þetta líka 2008 þá voru borðtölvurnar í tölvuverinu orðnar gamlar og lúnar og þá söfnuðum við og fengum sjö tölvur af tíu. Ég finn núna eins og þá að það er mikill velvilji bæði hjá fyrirtækjum og félagsamtökum að styrkja okkur sem er dásamlegt.


Tölvur merktar styrktaraðilum


Ef einhver sem les þetta vill leggja ykkur lið er það í boði? „Það er allt í lagi ef fólk vill styrkja. Við settum okkur þetta lágmark að kaupa 20 tölvur ef við fáum fleiri er það er bara bónus. Marg smátt gerir eitt stórt. Ef einhver vill leggja okkur lið er best að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Svo má kannski geta þess að þegar það er komin lending með þetta, Þá verður hver tölva merkt gefanda sínum. Ef til dæmis fyrirtæki gefur tvær spjaldtölvur er hún merkt því fyrirtæki. Svo munum við að sjálfsögðu nafngreina alla styrktaraðila á heimasíðunni okkar þegar þar að kemur. En við erum endalaust þakklát fyrir þá sem hafa sýnt okkur velvilja. Krakkarnir eru líka svaka spenntir,“ segir skólastjórinn að lokum.


Brefið sem Halldóra Dröfn sendi

Kæru forsvarsmenn
Í Djúpavogsskóla, grunnskóla, eru í vetur um 60 nemendur. Starfsfólk skólans er metnaðarfullt og nemendur einnig. Við störfum eftir mörgum háleitum markmiðum og leitumst við að uppfylla þau eftir bestu getu.
Ljóst er að síðustu ár höfum við ekki getað staðið við öll markmiðin að fullu, þar sem engar spjaldtölvur eru til staðar í skólanum og fyrir vikið hefur skólinn dregist töluvert aftur úr í tengslum við kennslu í gegnum slík tæki. Sambærilegir skólar eru flest allir farnir að nýta sér þessi tæki í daglegri kennslu, þó er misjafnt hversu margar tölvur eru í hverjum skóla.
Við sjáum fyrir okkur að skynsamlegt sé að byrja á svokölluðum bekkjarsettum, þ.e. tvær tölvur á hvern bekk.
Við höfum kannað verð á iPad spjaldtölvum, en þær þykja bestar þegar kemur að kennslu, sé tekið mið af þeim kennsluforritum sem í boði eru. Við höfum fengið tilboð í 20 iPad-mini tölvur og töskur utan um þær upp á 960.000.- Hver tölva kostar því um 48.000.- með tösku.
Með bréfi þessu langar okkur til að kanna hvort þú og / eða þitt fyrirtæki / félagasamtök sjáið ykkur fært að færa skólanum að gjöf 1 eða 2 tölvur eða styrkja okkur með ákveðinni upphæð að ykkar vali.
Ef af því yrði kæmi nafn ykkar fram sem gefandi á heimasíðu skólans og tölvan / tölvurnar merktar þínu / ykkar nafni.
Þess má geta að nú þegar hefur Kvenfélagið Vaka ákveðið að styrkja verkefnið.
Mér þætti vænt um að fá svar frá ykkur, annað hvort símleiðis, bréfleiðis eða með tölvupósti, eins fljótt og auðið er.

Með fyrirfram þakklæti og kærum kveðjum
f.h. nemenda og starfsfólks, Halldóra Dröfn.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar