Góðfúsleg ábending til íbúa: Sjáum margt athyglisvert í ruslinu

MandarínukassiÁ Facebook-síðu Fljótsdalshéraðs birtist í dag góðfúsleg ábending til íbúa, sem allir geta tekið til sín. Hún hljómar svona:

„Að gefnu tilefni er íbúum bent á að kassar undan mandarínum, og aðrir trékassar, eru ekki endurvinnanlegir og eiga því ekki að fara í grænu tunnurnar. Töluvert er af heftum í hverjum mandarínukassa og er því ekki heldur leyfilegt að setja þ
á í brúnu tunnurnar. Ef íbúar þurfa að losa sig við mandarínukassa þarf því að henda þeim með almennu sorpi í gráu tunnurnar. Hins vegar má finna ýmis not fyrir kassana og spara þannig m.a. plássið í tunnunum.“

„Þetta er bara nákvæmlega svona. Mandarínukassar eiga að fara beint í gráu tunnuna sem er fyrir almennt rusl. Ef að fólk er að henda þessu í grænu tunnurnar þurfum við að handtína þetta út. Allt sorp fer upp á færiband og er flokkað þar í sjö flokka. Mandarínukassar eru ekki í sama flokki og tímarit og pappír.

En við lendum í ýmsu. Við höfum fengið ref, mink og meira að segja gæs upp úr grænu tunnunum. Nefndu það, við sjáum margt athyglisvert,“ segir Viðar Eiríksson, starfsmaður Íslenska gámafélagsins á Egilsstöðum í samtali við Austurfrétt. „Við værum samt þakklátir ef fólk hefði þetta í huga í þessari mandarínutíð sem er framundan,“ segir hann að lokum.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar