Forstjóri Alcoa í jólapeysu á starfsmannafundum: Ég skorast að sjálfsögðu ekki undan

Magnus thor AsmundssonNú stendur yfir Jólapeysan 2014 sem er hin árlega söfnun Barnaheilla fyrir mýkri heimi. Margir af þekktum Íslendingum leggja sitt af mörkum en það gerir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa líka.

Það geta allir verið með ef þeir eru til í smá áskorun. Eins og segir á heimasíðu barnaheilla. „Hvaða aðstæður eru aðeins út fyrir þægindarammann hjá þér? ...er eitthvað sem maki, fjölskylda eða vinir myndu borga fyrir að sjá þig gera? Áskoranir eru skemmtileg leið til að fá fólk í lið með þér fyrir gott málefni. Þú getur sett lágmark á þá upphæð sem þurfi að safnast til að þú framkvæmir áskorunina. Hvað ert þú tilbúinn að gera? Leyfðu bara hugmyndafluginu að ráða, því það er nánast allt leyfilegt.“

Öll áheit sem safnast eru til styrktar Vináttu-verkefni Barnaheilla, forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum þangað sem gjarnan má rekja rætur eineltis. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum og miðar að því að einelti fái ekki að þróast

Í jólapeysu á starfsmannafundum

Magnús Þór Ásmundsson tók nýverið við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls og felst áskorun hans í að stýra fyrstu starfsmannafundunum sínum sem fram fara í desember í jólapeysu ef nógu mörg áheit safnast. Hugmyndin kemur frá starfsfólki álversins.

„Ég skorast að sjálfsögðu ekki undan þessu enda er hér verið að styðja við mikilvægt málefni. Öllum börnum á að líða vel í skóla og við hjá Alcoa munum leggja okkar af mörkum í söfnunina. Ég set mér það markmið að ef 200 þúsund krónur safnast mun ég klæðast jólapeysu á starfsmannafundum í desember,“ segir Magnús. Þegar þetta er skrifað hafa safnast á hann 170.000 kr. í áheitum svo enn vantar pínu uppá svo að forstjórinn framkvæmi áskorunina.

Þú getur heitið á Magnús með því að smella HÉR

jolapeysan.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar