„Ætli ég geri ekki 40.000 kökur í ár“. Laufabrauðs verðtíðin er hafin í Fellabakaríi
Það er óhætt að segja að laufabrauðs vertíðin sé hafin í Fellabakaríi í Fellabæ, en starfsfólk þar vinnur nú hörðum höndum að pakka þeim og koma þeim í verslanir, til að auðvelda okkur hinum undirbúninginn fyrir jólin.„Við byrjuðum fyrir hálfum mánuði síðan og þetta er bara fastur liður í jólaundirbúningnum og ég er ekki frá því að maður komist í smá stemningu þegar jólalögin fara að heyrast í útvarpinu. En þetta er ekkert annað en vertíð. Ætli ég geri ekki um 40.000 kökur í ár.“ Segir Björgvin Kristjánsson, bakari og eigandi Fellabakarís í samtali við Austurfrétt.
Laufabrauðin sem Björgvin selur í búðum eru afar hentug. Þau eru tilbúin til að skreyta og steikja, en að sjálfsögðu selur hann líka tilbúin í bakaríinu.
En hvað með smákökurnar? Þær hafa dottið út hjá mér hægt og bítandi.Maður er ekkert að keppa við risana í einhverjum smákökum. Það er bara laufabrauðið og botnlaus hamingja hjá okkur í Fellabakaríi,“ segir bakarinn að lokum.
Mynd: Björgvin Kristjánsson, bakari.