Tæp 80 þúsund af makríl og síld bárust til Síldarvinnslunnar
Alls bárust um 78.600 tonn af makríl, norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á nýafstaðinni vertíð.Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins. Í fiskiðjuverið komu alls 48 þúsund tonn. Makrílaflinn nam 18.731 tonni, norsk-íslenska síldin 12.420 tonnum og íslenska sumargotssíldin 16.927 tonnum.
Mestur afli kom frá Berki, tæp 20.500 tonn og 17.420 tonn frá Beiti.
Þá var landað 22.215 tonnum af frystum makríl og síld í geymslur Síldarvinnslunnar. Mest kom frá Vilhelm Þorsteinssyni EA, 9.823 tonn og 8.131 tonn úr Kristínu EA.
Þá lönduðu vinnsluskipin til mjöl- og lýsisvinnslu um 8.300 tonnum af afskurði og fiski sem flokkaðist frá við vinnsluna um borð. Kristína EA landaði 125 tonnum af mjöli en fiskimjölsverksmiðja er um borð í skipinu.