Stóreflis björg féllu á veginn um Hvalnesskriður - Myndir

kambanesskridur bjarg des14 bj1Tvö stór björg féllu á veginn um Hvalnesskriður um klukkan ellefu í gærmorgun. Talið er að stærri steinn hafi vegið um 15-20 tonn.

Grjóthrun varð fyrr um morguninn og var gröfumaður að hreinsa veginn um skriðurnar en varð einskis var þegar stóru steinarnir komu niður.

Að sögn Hafþórs Ægissonar hjá Vegagerðinni eru fjögur ár síðan björg af þessari stærð hrundu niður í skriðunum.

Báðir steinarnir lögðust ofan á vegrið í skriðunum. Þeim minni var velt áfram niður í sjó en sá stærri var dreginn í burtu með beltavél.

Myndir: Benedikt Jónsson

kambanesskridur bjarg des14 bj2kambanesskridur bjarg des14 bj3kambanesskridur bjarg des14 bj4

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar