Aldrei meiri bolfiskafla verið landað á Djúpavogi

djupivogur 280113 0018 webSjö ára gamalt met í lönduðum bolfiskafla á Djúpavogi er fallið þótt árið sé ekki búið. Það sem af er ári hefur verið landað þar tæplega 10.500 tonnum.

Frá þessu er greint á vef Djúpavogshrepps þar sem segir að löndunarmet hafi verið sett á nánast hverjum degi í september, október og nóvember.

Í september var landað 2.900 tonnum og tæplega 2.400 tonnum í október.

Í ár hefur verið landað 10.497 tonnum en eldra metið voru 10.491 tonn árið 2007.

Til samanburðar má nefna að í fyrra var landað 9.950 tonnum, þar af 2.277 í nóvember og 5.681 tonni árið 2011.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar