Gistinóttum á Austurlandi fækkaði í október

hotelherbergiGistinóttum á Austurlandi fækkaði um 13% í októbermánuði á meðan þeim fjölgaði um 16% á landsvísu á milli áranna 2013 og 2014.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Á Austurlandi voru skráðar 3733 gistinætur í síðasta mánuði, færri en í nokkrum öðrum landshluta og um 600 færri en á sama tíma en í fyrra. Þær eru hins vegar um 300 fleiri en í október árið 2012.

Erlendir gestir voru 70% þeirra sem gistu á Austurlandi. Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í þeirra hópi.

Athygli vekur að gistinóttum á Austurlandi fækkar á sama tíma og þeim fjölgar verulega á landsvísu. Á Norðurlandi fækkar reyndar um -7% en mest er fjölgunin á Suðurlandi um 40% og á Suðurnesjum, 34%.

Þá er nýting herbergja hvergi verri en á Austurlandi, 19,4% en var 22,9% í fyrra. Á Vesturlandi og Norðurlandi er hún um 30%, 40% á Suðurlandi og 60% á Suðurnesjum sem er um landsmeðaltal. Langbest er hún í Reykjavík, 84,4%.

Athygli er vakin á að tölurnar ná eingöngu til gistinótta á hótelum sem opin eru allt árið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar