Fáni Valaskjálfar afhentur sveitafélaginu
1. desember síðastliðinn afhentu þau Edda Björnsdóttir, Jóhann Gísli Jóhannsson og Ólöf Ólafsdóttir sveitarfélaginu til varðveislu fána, sem byggingarnefnd Valaskjálfar gaf eigendum hússins við vígslu þess árið 1966. Fáninn hefur verið í reiðileysi undanfarin ár þar til Edda fann hann, hreinsaði og hefur varðveitt síðan.Í fundargerð frá þeim þeim tíma er verið var að taka húsið í notkun, segir um fánann: „ Er það fáni með merki hússins því er Jörundur gerði og á að tákna Fljótsdalshérað í heild – með Snæfell fyrir stafni en miðnætursól við Héraðsflóa og með Löginn og Lagarfljót sem tengilið. Fáninn er gjörður í batík af frú Sigrúnu Jónsdóttur, listakonu.“
Fáninn verður í varðveislu sveitarfélagsins þar til eigandi Valaskjálfar hefur fundið honum endanlegan stað í húsinu.
Það var vefur Fljótsdalshéraðs sem greindi frá