Snjóruðningstæki að frá því snemma í morgun

egs 14122014 0003 webSnjóruðningstæki hafa verið að störfum í austfirskum þéttbýliskjörnum frá því snemma í morgun. Alir fjallvegir í fjórðungnum eru lokaðir.

Í tilkynningu á vef Fljótsdalshéraðs kemur fram að öllum aðalleiðum verði haldið opnum eins og hægt er, en göngustígar, íbúðargötur og gangstéttar verða ekki mokaðar að svo stöddu. Jafnframt kemur fram að Vegagerðin mundi halda að sér höndum eins og er þar sem veðurútlit er slæmt. Þegar vind fer að lægja verður farið í að moka eins og venja er.

Á Seyðisfirði var hætt að moka um hádegisbil. Beðið er þar til veðrið lagast. Hálka er á vegum suður frá Reyðarfirði og skafrenningur eða óveður. Þæfingur er á milli Eskifjarðar og Reyðfjarðar. Á Djúpavogi hefur verið frestað upplestri sem vera átti í Löngubúð í kvöld.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð segir að leitast verði við að halda götum opnum í bæjarkjörnum sveitarfélagsins í dag eftir því sem aðstæður leyfa.

Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir Austurland, en búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á A-verðu landinu fram á kvöld.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar