Safna pening í Jólasjóðinn: Um tvöhundruð manns fengu aðstoð í fyrra
Um er að ræða Jólasjóðinn Í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík en Hefð er komin á samstarf Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Rauðakrossdeildanna í Fjarðabyggð og á Breiðdalsvík, Þjóðkirkjunnar, Kaþólsku kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar á Norðfirði að Jólasjóðnum.Sjóðurinn aðstoðar einstaklinga og fjölskyldur sem búa við bága félagslega og eða fjárhagslega stöðu fyrir jólin.
„Við biðlum til aðila, fyrirtækja og félagssamtaka í Fjarðabyggð að leggja okkur lið ár hvert. Við sendum út bréf þann fyrsta nóvember síðastliðin og erum búin að vera að safna síðan. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Það er mikill rausnarskapur í gangi, en við getum gert enn betur,“ segir Sigríður Inga Björnsdóttir, ráðgjafi á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar.
Kaupa inneignarkort
„Þetta gengur þannig fyrir sig að við söfnum í þennan sjóð og kaupum svo inneignakort í Krónunni eða Samakaupum og sendum til þeirra sem þurfa á því að halda. Fólk getur þá notað inneignina til að kaupa mat fyrir jólin. Við fáum gjarnan ábendingar frá samstarfsaðilum okkar og fleirum um fólk í fjárhagsvanda. Fyrir utan að við sjáum það líka vel í starfi okkar hjá félagsþjónustunni hverjir þurfa mestu hjálpina.
Mikil þörf
Eru margir sem þurfa á hjálp að halda? „Þetta er töluvert stór hópur sem skiptist niður á alla byggðakjarnana. Í fyrra voru þetta sjötíu heimili sem fengu kort, sem taldi hátt á annað hundrað manns þá meðtalið bæði börn og fullorðnir. Þessir einstaklingar koma úr öllum þrepum samfélagsins. Stórar barnafjölskyldur, sjúklingar og fólk sem hreinlega nær ekki endum saman. Þörfin er svo sannarlega mikil.“
Því fyrr því betra
En fyrir þá sem vilja leggja ykkur lið. Hversu lengi stendur söfnunin? Hún verður opin fram að jólum en því fyrr sem fólk leggur inn því betra þar sem það styttist í jólin. Við erum að vinna í því að panta kortin og erum að vonast til að við getum sent þau til viðkomandi fjölskyldna fyrir helgi. Við höfum fundið mikið þakklæti fyrir þetta samstarf í gegnum árin og fólki munar um þessar upphæðir. Margir fullyrða að þeir kæmust ekki af yfir jólin án þessa,“ segir Sigríður að lokum.
Þeir sem vilja leggja hönd á plóg með því að styrkja jólasjóðinn geta lagt inn á reikning sjóðsins:
0569 - 14 - 400458 - 5201694079.
Þeir sem vilja hafa samband vegna sjóðsins geta haft samband við Sigriði Ingu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 470-9029.