RARIK: Ekki hægt að hafa spenna á lager um allt land

bdalsvik hh2Rafmagnslaust hefur verið í Breiðdal eftir að spennir gaf sig þar um klukkan tvö í gær. Beðið er eftir nýjum spenni frá Reykjavík. Ekki er til staðar færanleg vararafstöð á Austfjörðum.

„Það er ekki hægt að hafa svona dýr stykki á lager um allt land," segir Ólafur Birkisson, deildarstjóri netreksturs RARIK á Austurlandi.

Bilunin veldur því að rafmagnslaust er í öllum Breiðdal. Hjá RARIK töldu menn svæðið ágætlega tryggt þar sem það fær rafmagn úr tveimur áttum. Þar er hins vegar bara einn spennur.

Spennirinn vegur ein fimmtán tonn og von er á honum að Ormsstöðum í Breiðdal nú á ellefta tímanum. Eftir það tekur 2-3 tíma að tengja hann.

Í samtali við Austurfrétt staðfesti Ólafur að varaaflstöð hefði verið staðsett á Fáskrúðsfirði en verið flutt til Þórshafnar eftir að eldgosið í Holuhrauni

Hins vegar eru fastar rafstöðvar á nokkrum stöðum á Austurlandi en þó ekki í Breiðdal þar sem treyst er á rafmagn til húshitunar. Dísilrafstöð var fjarlægð úr þorpinu fyrir nokkrum árum en Ólafur segir að hún hefði ráðið við að sinna öllu svæðinu.

Þá hafa Breiðdælingar einnig gagnrýnt upplýsingaflæði RARIK. Ólafur segir að tilkynning hafi verið send Ríkisútvarpinu þegar í ljós hafi komið hversu alvarleg bilunin var.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar