Snjómokstur um jól og áramót

fjardarheidi 30012013 0075 webEinungis á þeim vegum sem hafa 7 daga þjónustu verður þjónusta á jóla- og nýársdag, undanskildar eru þó langleiðir um strjálbýl svæði milli byggðarlaga.

Á Austurlandi á að vera sjö daga þjónusta um Fagradal, Fjarðarheiði, yfir Oddsskarð og Hólmaháls, í gegnum Jökuldal að norðanverðu, yfir Vopnafjarðarheiði og fjarðarleiðina milli Reyðarfjarðar og Hornafjarðar.

Stefnt er að því að þá verði þessar leiðir almennt færar upp úr kl. 10:00. Á aðfangadag og gamlársdag er gert ráð fyrir þjónustu til kl. 14:00 en ef þörf krefur til kl. 16:00.

Sérstaklega er þó tekið fram að þetta eigi þó ekki við um leiðina frá Egilsstöðum til Mývatns né frá Höfn til Víkur. Þar hættir þjónusta í síðasta lagi kl. 14:00.

Á annan í jólum verður þjónusta á öllum leiðum samkvæmt almennum snjómokstursreglum. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 1777 hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar