Sjö sóttu um stöðu tómstunda- og forvarnafulltrúa
Sjö einstaklingar sóttu um stöðu tómstunda- og forvarnafulltrúa Fljótsdalshéraðs en umsóknarfrestur rann út um miðjan desember.Í auglýsingu segir að starfið feli meðal annars í sér umsjón með ungmennahúsi á Egilsstöðum, að vinna á forvörnum á breiðum grunni og að vinna með ungmennaráði sveitarfélagsins.
Ákvörðun um ráðningu liggur ekki fyrir en eftirtaldir sóttu um starfið.
Adda Steina Haraldsdóttir, þroskaþjálfi, Reykjavík
Anna Guðlaug Gísladóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi, Akureyri
Bergey Stefánsdóttir, félagsráðgjafi, Reykjavík
Birna Björk Reynisdóttir, kennari, Egilsstöðum
Jónína Brá Árnadóttir, mannfræðingur, Egilsstöðum
Reynir Hólm Gunnarsson, kennari, Egilsstöðum
Sædís Sif Harðardóttir, forstöðumaður, Reykjavík